Jaipur framhald af Agra

Vakknaði klukkutíma of seint. Carak keyrði mér í gegn um endalaust rusl og búpeninginn sem á því lifði, aðalega svín. Sagði þau borðuðu allt og stundum smá börn, frekar viðbjóðslegt.

18151_1221761865893_1284356370_30557322_5352287_n

Skoðaði Citi palace, stór bygging með fjölda bastarðabygginga utan á sér, sú nýjasta síðan 1910. Frá höllini lá stór varnar múr sem lá beggja vegna frá upp fjöllin þar til hann hvarf sjónum. Skoðaði þarna stærstu silfur ker í heimi (svo vitað sé), annað þeirra var notað undir flutning á heilögu vatni úr Ganga til London. (vatn úr Ganga á að vera allra meina bót og það má ekki filtera eða hreinsa á aðran hátt, þá missir það lækningar mátt sinn og kraft).

Carak ættlaði að sækja mig kl. tvö fyrir utan, ég var kominn út hálftíma fyrr, svo ég gekk út á eina aðalgötuna skoðaði markaðinn, keypti litastimpil sem myndaði ljón handa mömmu og stóran hengilás fyrir sjálfan mig. Gekk aftur til baka og reyndi að teikna sjálfan mig á hellurnar með rauðum stein. Strákur kemur til mín með bongótrommur og leikum okkur saman þangað til Carak sækir mig. 

18151_1221762945920_1284356370_30557349_3990061_n

Carak kom svo og tók mig til textilverksmiðju, alvöru svita sjoppa þar sem ungviðið var að stimpla alskyns litríkt munstur á mismunandi stranga, allt voru þetta náttúrulegir litir unnir úr steinum eða plöntum.

Keypti 3 skyrtur og lét sérsauma á mig jakka úr litríku silki, það litríku að eigandinn sagði það ekki ganga því það væri fyrir kvennfólk, tók á því ekkert mark. Jakki og skyrtur áttu að vera tilbúin eftir 3 tíma.

Keyrðum á venjulegan heima stað og borðaði þar sveppa karrí kássu með bestu lyst og fann þareftir banka og var sagt var að evran væri hrynjandi rusl svo ég skipti dollar í staðinn.

Fórum aftur í textílinn og auðvitað var jakkinn ekki tilbúinn svo að sent var eftir chai og whiskey fyrir mig. Drakk mig kenndan og skiptist á fimm aura bröndurum við búðarþjóna fulla af karlremmbu og kvennfyrirlitningu. Enn leið tíminn svo mér var boðið í lófalestur hjá gömlum manni þar rétt hjá og það frítt.

Maðurinn hafði stór vot blá augu, góðan þokka og hlýr. Spáði mér ævi til 90-96 ára sem ég á ekki bágt með að trúa enda örlítið kenndur. Sá fyrir að ég myndi gifta mig 33 ára frekar en 34 og að kona mín yrði einkar fögur og svipað þennkjandi og ég en væri ekki á Íslandi. Lýsti henni sem afskaplega fagurri og hávaxini konu, yrðum við hamingjusöm saman alla ævi.

Ég ætti eftir að vera sexý til 65 ára allavegana en myndi veikjast alvarlega 85 ára en lifa það af.Tvö börn skal mér hlotnast en sá ekki kynin. Sagði mig nýlega hættan rekstri en hæfi annan innan tíðar og yrði skuggalega ríkur. Varð frekjar foj á svipinn enda búinn að fá algert ógeð á peningum.

Sjálfur hafði ég hugsað mér að verða listabóhem í framtíðini, en það er víst ekki á allt kosið. Sagði forlaga línu mína góða en brotna á einum stað og hann ætti við sama vanda að stríða. Ég ætti að fá mér bláann safír á löngutöng hægri handar er línan vísar til og hviss bánng búmm, framtíðin björt. 

Eyddi góðum tíma að velja mér stein í hringinn sem ætti svo að liggja í mjólkurbaði á sunnudegi og skolaður upp úr vatni á mánudegi og enn betri framtíð. Keypti að sjálfsögðu hringinn og átti að fá hann sendan til Dehli daginn eftir.

Fór aftur í textilinn og hjálpaði eigandanum að ráða úr E-maili frá Nicole í Frakklandi sem hann að eiginn sögn fullnægði í sófanum þar sem ég hafði setið og drukkið whiskey rétt áður. Rakti svo velgengni í kvennamálum og verksmiðjunar til myndar af Lord Khrisna úr gulli sem hann keypti á morð fjár,baðað í svita barna og fólks sem vinnur fyrir hann fyrir skít og engan kanil.

18151_1221762825917_1284356370_30557346_5491808_n

Rafmagnið fór af verksmiðjunni, notaði kveikjaran í dauðans offorsi til að finna hina dýrmætu tösku er geymir alla mína nánustu framtíð á Indlandi áður en hún félli öðrum í skaut.

Jakkinn birtist á endanum en var allt of þröngur um brjóstið en málin á skytunum voru rétt. Við Carak vorum að falla á tíma og áttum að vera komnir til baka í Dehli, svo ég féllst og treysti á að jakkinn yrði sendur á mig til Dehlí.

Carak reyndi að svo að draga mig í en eina búðina sem ég hafnaði hvasst og lofaði honum svo að ég myndi ekki segja ferðaskrifstofuni Nexus að hann hefði ekki keyrt mig í allar búðirnar sem voru þeim vinveittar.

Það var helli demba á leiðini til Dehli, 5 tíma akstur. Horði á stóran rafmagnsblossa á bensínstöð og sofnaði. Vaknaði nokkru seinna og sá að klukkan var 11 og rigning, kveikti mér í sígarrettu með Carak og sofnaði aftur. Opnaði augun um eitt, við vorum  kyrstæðir, umferðarklemma vegna slys framar á veginum. Var orðið skítkalt og notaði kasmirurnar sem ég hafði keypt í Jaipur til að halda á mér hita.

Komum í forgugt Pahar Ganj rétt fyrir fjögur um nóttu og ráfaði út í alla hennar eymd og leitaði gistingar. Fann loks ólæstar dyr, kom að littlu skoffíni liggjandi á bedda í lobbíinu og vakti. Prúttaði um verðið við hann niður úr 450 í 400 rúpíur, fer aftur til Caraks og sendum í sms til Jaipur hvaða hótel ég gisti og herbergis nr.

Tipsaði Carak um 50 evrur og fékk númerið hans og hét því að minnast sem minnst á þessa ferð okkar við Nexus. Tróð mér svo inn á skítugt og þröngt hótelherbergi og sveif inn í svefn hinna réttlátu, moskito laus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þór Júlíusson

Höfundur

Birgir Þór Júlíusson
Birgir Þór Júlíusson
Þrítugt barn sem skilur ekki upp né niður í lífinu og deilir reynslu sinni með ykkur á þessu bloggi.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 246
  • 181
  • 18151 1221760225852 1284356370 30557282 6338886 n
  • 18151 1221759945845 1284356370 30557275 1116182 n
  • 18151 1221760545860 1284356370 30557289 1245476 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband