07.02.'10. AGRA

Vaknaði um sjö, fór á fætur og klæjaði um allan líkaman eftir moskíto bit, tók kalda sturtu til að slá á kláðan og kominn út um átta.

Carak átti að sækja mig kl. níu svo ég skildi eftir miða á hurðinni að ég ætlaði í morgunn göngu, reyndist óþarfi þar sem ég hitti óvart á hann við tehús, fengum okkur chai og ég svaraði spurningum heimamanna um kyn mitt og tilgang. Braut glas, keypti annað, en þurfti ekki að greiða fyrir brotnu umbúðirnar, aðeins innihaldið.

Ókum af stað yfir brúnna í átt að mótstæðum bakka Yammuna árnar gegnum svalt morgunmistrið og æfði mig í að segja "ég þarf þetta ekki" á Hindi á meðan ég horfði á vatna-buffalóana strika yfir ánna og konurnar þvo og þurrka litríkan þvott á bakkanum.

Lölluðum gegnum lítið þorp, þröngar götur fullar af grenjandi geitum, þverum en skinnhorðum kúm og smjattandi svínum. Stekk úr bílnum og kaupi kippu af bönunum og vínberjaklassa í morgunmat handa okkur Carak. 

18151_1221760825867_1284356370_30557296_2382778_n (1)

Keyrum svo inn í skóg með aldingörðum inn á milli og auðsjáanlegt að enn ríkir vetur. Við enda vegarins bendir Carak mér á göngustíg sem liggur niður að ánni þar sem ég get séð baksvip Tötsju í morgunsólinni og bíður í bílnum á meðan.

Geng fram hjá nokkrum hermönnum, heilsumst og benda þeir mér á grindverk og ég stoppa. Aðeins viðurkennt þvottafólk og auðvitað buffalóarnir mega fara niður að ánni í óttanum við hryðjuverk.

Virði baksvip Taj Mahall fyrir mér undir vökulum augum hersins, spjallaði við stráklinga sem vildu fara niður að ánni en herinn meinaði þeim.

Þeir voru ótrúlega spenntir fyrir myndatöku sem ég og gerði. Gekk svo svo til baka, var stoppaður af ungum dreng sem ólmur vildi selja mér póstkort.

Ég nota sömu rulluna, ég hafði lært fyrr um morguninn og steinhissa spyr hann hvar ég hefði lært Hindi og ég svaraði að bragði, "úti á götu" sem hann trúði ótrúlegt en satt.

Fékk svo Hindi dembuna yfir mig allan og þurfti að verjast á ömurlegri ensku og endaði með því að að kaupa blessuð kortin.

Stuttu seinna skoðaði ég, baby Taj Mahall rétt hjá, skreytta blómum og vínkerum utan á hvítum marmaranum, en blóm og vín voru víst í miklu uppáhaldi hjá mógúls frúnni sem liggur undir öllum marmaranum.

Hleraði af einum leiðsögumanninum að hrægammarnir hefðu horfið fyrir stuttu vegna einh. veiki og

18151_1221761185876_1284356370_30557305_311922_nástæðan fyrir fjölda vatnabuffalóa við ánna væri sú að heimamenn hýstu þá og mjólkuðu. Buffalóarnir fara niður að ánni að morgni og koma heim aftur að kveldi þar sem þeir skila víst þykkari og betri mjólk en venjulegar rusljórtrandi kýr.

Leit svo á Rauða Virkið og skoðaði herbergið sem mógullinn Shasha Jahan eyddi síðustu 8 árum ævinnar sem fangi sonar síns, með útsýni til Tötsju. Allt ákaflega harmrænt og rómantískt.

Í virkinu varðist Shasha valdaráni sonar síns mánuðum saman þar til hann gafs upp vegna vatnsskorts, en sonurinn lokaði fyrir vatnsinntakið. Í virkinu voru nefnilega vatnsdælur knúnar fílum.

 Brunuðum úr bænum eftir að hafa verið rændir á Pitsa Hut um eitt og stefndi í langan dag. Nærsta stopp var í Fatehpur Sikri (City of victory), Carak mældi með því að ég tæki tuk tuk (auto rickshaw) upp að hliðinu og vildi bíða á meðan. Þverhausaðist til að ganga upp eftir, gegnum gamlar rústir í stað þess prútta við  tuk tuk'ana og tók eftir gömlum úthöggnum steinum sem endað höfðu í vegfyllingu.

Eftir hálftíma grill kom ég að hliðinu og fékk tvítugan strák til að leiða mig um staðinn og söguna. Hann sagði borgina byggða milli 1571-1585, af Jalaluddin Muhammad Akbar, sem lagði undir sig norður og mið Indland eftir blóðuga baráttu en eftir á orðið afhuga blóðsúthellingum. Vildi sameina öll trúarbrögð til að tryggja frið og giftist því fjórum konum allar mistrúaðar, fyrsta múslimi, önnur kristinn, þriðja jainsk og sú fjórða hindúi.

18151_1221761625887_1284356370_30557316_4562888_n

Allar fengu þær sína höllina hver eftir eigin höfði og athygglisverðast þótti mér að sú kristna átti þá minnstu, en það var vegna þess veggir hennar voru lagði gimsteinum og gulli. Akbar vildi nefnilega ekki gera upp á milli kvennanna og fengu þær því sömu kostnaðarheimildina.

Nú eru bara holur eftir í veggjunum í stað steinana og ljótar myndir sem bretar skildu eftir í stað mynda úr skíragulli sem þeir tóku með sér.  

Leit svo grafhýsi uppáhalds fíls Akbars, en sá fíll dæmdi með augnaráðinu einu saman hvort sakborningar voru sekir eða ekki. Ef hann taldi þá seka traðkaði hann þá til bana. 

Undir kvöld komum við til Jaipour oftast kölluð Pink City, spurði Carak út í allt skreytta fólkið sem dansaði á götuni og háværa músíkina í kring, þetta var carnival stemmning.

18151_1221760865868_1284356370_30557297_6781509_n

Carak sagði þetta brúðkaupveislu og fólk ferðast langa leið til að gifta sig á þessum heilaga stað og veislan stæði í sólarhring eða meir.

Við tók skíta hótel, mun verra en það fyrra og fékk herbergi á fjórðu hæð. Ungur strákur í lobbíinu heimtaði að bera bakpokan minn upp en vanmat þyngdina svo ég tók við . Carak kvaddi mig uppá herbergi með grasi og nepölsku charasi sem var nokkurskonar uppbót fyrir hótelið.

Herbergið var rúmgott en skítug og fann ég fullt af rifum við glugga og loftkælingu sem virkaði auðvitað ekki. 

Fór stuttu seinna út og gekk í myrkrinu að stað ekki langt frá með vestrænu þema og náði mér í kíverskar rúllur, hamborgara og ís. Tók mig dálítinn tíma komast í gegnum pöntunarferlið en starfsfólkið vinsamlegt og matsveinarnir stilltu sér upp og heimtuðu mynd.

Uppá herbergi reykti ég mig gaddfreðinn, borðaði kræsingarnar og las þangað til ég sofnaði við brúðkaupst tóna um miðnætti.

Klukkan þrjú vakknaði ég, var eins og nálarpúði eftir blessaðar moskito flugurnar og lagðist í tilgangslaust fjölda morð. En alltaf komu nýjar og nýjar gegnum rifur við glugga, gafst svo endanlega upp eftir rúman tíma og sofnaði aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þór Júlíusson

Höfundur

Birgir Þór Júlíusson
Birgir Þór Júlíusson
Þrítugt barn sem skilur ekki upp né niður í lífinu og deilir reynslu sinni með ykkur á þessu bloggi.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 246
  • 181
  • 18151 1221760225852 1284356370 30557282 6338886 n
  • 18151 1221759945845 1284356370 30557275 1116182 n
  • 18151 1221760545860 1284356370 30557289 1245476 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband