Ólöglegur í Senegal

Vaknaði við vekjaraklukkuna kl. 3:45 eftir rúmlega klukkutíma svefn, snúsa og lygni aftur augunum og snúsa aftur stuttu seinna.

Síminn hringir 4:50, það er Ceer og spyr hvort við séum ekki að koma, svefndrukkinn tek ég niður heimilisfangið. Ætlaði að vera löngu kominn á fætur og eiga smá tíma með ástinni minni áður en við leggðum af stað.

Drösluðum farangrinum út í bíl og komin á Boðagranda stuttu seinna. Eva hringir í Ceer lætur vita við séum komin, hann sér okkur ekki og eftir smá þref kemur í ljós að heimilisfangið er Aflagrandi.

Eftir tvö símtöl og allt of margar mínútur, erum við komin fyrir utan kjallara elliblokkar, Ceer birtist með 4 töskur og tvær þeirra fallega skreyttar blómum sem hann sagði "Colectiv items" sérsaumuð í Bandaríkjunum og kostuðu hálfa milljón. Hann sagðist ekkert hafa sofið fyrir búslóðarflutningum og ætlaði að sofa í tvo daga þegar við værum komnir niðreftir til Senegal.

Var að verða bensínlaus og neyddist til að stoppa á N1, brunaði svo Reykjarnesbrautina á 120 gegnum, krapa og slyddu. Vorum komin upp á flugvöll 5:50.

Skráðum okkur inn og kvaddi Evu mína í síðasta skipti í bili, utan við flugstöðina með trega og söknuði. Lítil kona á ógnarháum hælum hleypur fram hjá okkur með dalmatíu mynstraða tösku og Eva grínast með að þar fari forsetafrúin.

Fer inn með Ceer sem þurfti að pissa, hendi töskunum okkar upp rúllustiga og dröslaði þeim í röðina að tollinum, til að spara tíma.

Fluginu seinkar um hálftíma svo ég bíð á kaffiteríunni og les innganginn að dagbókinni sem Eva gaf mér, það fallegasta sem ég hef lesið og tárin byrja að streyma. Er strax byrjaður að sakna hennar! Hjarta mitt fullt af söknuði og þrá, en um leið líður mér eins og heppnasta manni á jarðríki. Hvað hef ég eiginlega gert til að öðlast slíka konu og skil ekki hvernig ég gat litið glaðan dag án hennar.

Fluginu seinkar aftur og ég er byrjaður að hafa enn meiri áhyggjur hvort við náum til Senegalska sendiráðsins og fá visa í tæka tíð. Það tekur okkur allavegana klukkutíma að ná þangað frá Gatwic og svo ná til baka fyrir þrjú í flug til Lissabon.

Fer að skiptiborði Iceland Express og fæ loks þær upplýsingar að afísingarbíll hefði klesst á flugvélina og flugvirkjar enn að meta hvort vélin sé flughæf.

Hvíli mig í hjólastól fyrir utan skiptiborðið og heyri miðaldra, ljóshærða konu á leið til Tenerife, afpanta flugið sitt hjá Iceland Express og fá sér miða með flugleiðum í staðinn. Segist ekki hafa efni á að kaupa sér gistingu í London og nýjan miða þaðan til Tenerife.

Við erum ekki komnir upp í vél fyrr enn hálf tíu og átta mig þar á að Eva var ekki að grínast áðan, þegar forsetafrúin treður dalmatíuhundinum sínum yfir hausinn á mér. Tökum á loft stuttu seinna og á leiðinni reynir áhöfnin að sefa hóp af eldriborgurum sem eru að missa af tengiflugi til Tenerife. 

Lendum um hálf eitt og reyni að seinka tengifluginu til Lissabon en kostnaðurinn heilt miðaverð svo við ákveðum að nota miðann til Lissabon og reyna að seinka fluginu þaðan. En sama sagan þar svo ég segi "ríðum þessu", ákveð að fara til Senegal sem ólöglegur innflytjandi. Hringi svo í ástina mína sem lýst ekkert á þetta og er hjartanlega sammála, hausinn á okkur er fullur af skít.

Á leiðinni í vélina sýni ég vegabréfið þrisvar og líð eins og glæpamanni sem er við það að nást. Kemst í vélina og átta mig á því að það verður ekki aftur snúið. Í vélinni kemur yfir mig óvænt ró, les og svef eins og ungabarn alla leiðina.

Eftir að við erum lentir bíður okkur rúta, hún keyrir okkur í tollinn þar sem við fyllum út eyðuböð og vonumst til þess að þeir viti ekki að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Þeir reynast vita það og við tekur endalaust blaður og þref. En eftir um 40 mínútur og fyrstu moskíto bitin er okkur hleypt inn fyrir 200$ og þrjár sígarettur.

Fáum símanúmerið hjá feitasta tollaranum Doudou sem ætlar að hleypa okkur úr landinu án stimpils seinna. Því við getum ekki sótt um nein rekstrar- eða atvinnuleyfi án þess að hafa visa og ekki sótt um visað inni í landinu sjálfu. Planið er þá að fara seinna til Gíneu og sækja þaðan um visa til Senegal.

Þegar við komumst loks í gegn, bíða okkur gaurar sem vilja hjálpa með farangurinn og finna okkur leigubíl. Leyfum þeim það og ég hlusta á þvælu um skóla og erfiðleika, segi Ceer hafa alla peningana þar sem ég veit ekkert um hvað svona þjónusta kostar.

Það er 26 stiga hiti og klukkan er að verða þrjú um nótt þegar við fáum far með vel klesstum leigubíl með teipaðar rúður heim til Point-E og kostaði okkur 3500 cefa.

Garðshliðið að húsinu reynist læst og eftir slatta af banki, klifra ég yfir hliðið og opna innan frá fyrir Ceer. Berjum á húsið í drjúgt korter þangað til Jean Charles kemur til dyra. Viðkunnulegur frakki sem hefur leigt húsið af Ceer síðastliðna átta mánuði en talar ekki orð í ensku frekar en ég frönsku.

Þegar við vorum að taka upp úr töskunum og koma okkur fyrir segir Ceer að Jean C. hafi verið búinn að afskrifa okkur og hefði verið að njóta konu. Og því ekki þorað að koma strax til dyra. Ég spyr hann svo út í hávært gaul sem ég heyri úti við, hvort það sé brúðkaupsveisla eða álíka.

Hann segir að það sé Gamou, trúarhátið múslima og þeir lesi upphátt úr ritningunni fram á morgunn og allt yrði lokað nærsta dag. Sofna stuttu seinna út frá Kóran gauli og moskíto flugurnar bíta taktinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þér elsku bróðir.

Þín eina systir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 22:17

2 identicon

Gaman að geta glatt þig systir góð og hittumst fyrr enn þú heldur.

Birgir Þór Júlíusson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 12:28

3 identicon

Takk fyrir síðast Birgir minn, frábær veisla hjá þér. Var að sjá þetta blogg fyrst núna. Þú skrifar svo skemmtilega að ég gleymdi mér alveg við lesturinn:-) bæði um Indland og Senegal, bíð spennt eftir næstu færslu.

Bestu kveðjur og gangi þér allt í haginn, Anna Sigríður

Anna Sigríður (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:53

4 Smámynd: Birgir Þór Júlíusson

Já, takk kærlega fyrir komuna bæði í veisluna og á minn fyrsta blogg elsku besta föðursystir. Það munu koma nokkrar fleiri færlsur frá Senegla brátt en eftir Indlandi verður þú að bíða þangað til ég bið þig kanski um að lesa bókina yfir áður en ég gef hana út.
Er nefnilega afskaplegur ritsóði og hlakka til að heyra frá hvernig Fríði þinni gengur í Indl.

Með ást og virðingu, Birgir Þór Júlíusson.

Birgir Þór Júlíusson, 4.3.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þór Júlíusson

Höfundur

Birgir Þór Júlíusson
Birgir Þór Júlíusson
Þrítugt barn sem skilur ekki upp né niður í lífinu og deilir reynslu sinni með ykkur á þessu bloggi.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 246
  • 181
  • 18151 1221760225852 1284356370 30557282 6338886 n
  • 18151 1221759945845 1284356370 30557275 1116182 n
  • 18151 1221760545860 1284356370 30557289 1245476 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband