Dehlí 06.02.'10

18151_1221759585836_1284356370_30557266_1073141_nFöstudagur

Vaknaði við létt bank kl. sex, reif mig fljótt fram svo ég væki ekki herbergisfélaga mína, en enginn þar, skreið aftur undir svefnpoka og ullarteppi.Hugsað þar til loftkælingarinnar sem kostaði mig 100 rúpíur aukalega þó svo að áttatíu og átta manns hefðu orðið úti nóttina áður en ég kom og öll önnur herbergi víst full. Velti því líka fyrir mér hvort nokkuð yrði úr fyrirhugaðri ferð minni á vegum ferðaskrifstofunar Nexus, sem ég greiddi hundrað evrur fyrir fram.

Aftur heyrði ég bank upp úr sjö. Opna fyrir lágvöxnum en þreknum sherpa með stutt afturgreitt grámengað hár, klæddum þykkum gráum buxum , skyrta og gleraugu í stíl.

Áhyggjufullur og leiður á svip, sagðist hann átt að sækja mig kl. sjö og væri búinn að bíða fyrir utan síðan sex.

Stóð á nærbuxunum í dyrunum og svaraði fúll á móti, "I am not to be picked up until nine". Hann stóð fastur á sínum tíma, ég ætlaði að reka vitleysuna öfuga oní manninn og sótti voucherinn. Mér til svínslegrar skelfingar kom hann heim og saman við hans tíma.

Hafði asnast til að lesa á rangan dag og átti að vera sóttur kl. níu já, en það var í Jaipur daginn eftir. Bað margfaldar afsökunar og var sem betur fer búinn að pakka niður kvöldið áður. Hljóp niður og bíttaði morgunmatnum í mötuneytinu, dahl (rautt og stundum grænt karrí bauna sull með pappadams sem er nokkurskonar laufabrauð) fyrir tvo banana.

Kvaddi öryggisvörðinn og auto ricksaw bílstjórana sem ég hafði deilt ófáum sígarrettum með í hlaðinu undanfarna daga og sherpinn tók bakpokan og skellti í skottið á hvítum Ambassador.

Á leiðinni sagðist hann heita Carak og flust með fjölskyldunni frá Nepal til Dehli fyrir 27 árum í leit að

18151_1221759665838_1284356370_30557268_3974392_n

 betra lífi og ætti 4 börn enn heima. Spurði mig svo hvað ég héldi hann væri gamall, giskaði á að hann væri 45, nei svaraði hann hróðugur og sagðist vera 58 ára og aldrei fengið matareitrun né orðið misdægurt. Dró svo upp flösku af Old Monk rommi upp úr gírskiptingunni og bauð með nepölsku grasi.

Ótrúlegt en satt þáði ég bara tappa af rommi (fyrir meltinguna) og bauð honum whiskey sem hann þáði óspart, kanski ekki viturlegt þar sem hann er bílstjórinn og allt það,en umferðin meikar ekki sens hvort eð er.

Það tekur tíma að aðlagast nýrri aksturs menningu og hjarta mitt tekur kipp í hvert sinn sem Carak tekur fram úr og mótorhjól ekki bara í eitt, koma úr gagnstæðri átt.Carak róar mig niður og segir hjólin minni og færi sig bara til hliðar, en missi andlitið þegar fram úr okkur taka hjón á mótorhjóli með fullorðna geit á milli sín.Í brúðkaupsferðalagi með heimamundinn á milli sín hugsaði ég.

Eftir um tveggja og hálfs tíma akstur stoppar Carak hjá skúra þyrpingu og fer út að greiða úr tollaveseni og allt um kring er múgur manns með alskyns örkuml til sölu, apa í bandi og skítug börnin dansa á milli heljarstakka.

Bíð í miðri hringiðuni og alls ekki sama, fólkið streymir að og geri þau mistök að svara miðaldra manni með skalla sem reynir að selja mér lítið ferðaskákborð úr við, á einmitt nákvæmlega eins og tel mig geta losnað við hann á þeim rökum.Manngarmurinn færist í enn meiri ham við þau og ég fæ mig full saddan tíu mínútum seinna og barði í mælaborðið, hrinnti upp hurðinni og gekk svo hvasst að hann lét sig hverfa.

Er óvanur þessháttar og steig tinandi aftur í bílinn og stuttu seinna er kallinn leystur af 9 ára dreng sem biður um pening en legg ekki í það, því ég tel víst að yfir mig gangi holdskefla bettlara, biður strákurinn þá um penna.Ég held að hann sé að lækka betlið niður í klink, "penny" heyrðist ég hann segja en misskilningnum er svo eytt af föður hans sem kemur til hjálpar og segir "pen for school". Fer þá í töskuna í aftursætinu og næ í bláan bic penna og rétti honum.Hann tekur við vonsvikinn á svip og auðsjáanlegt að hann vildi betri pennann.

Carak kemur loks og áfram heldur ferðin, eftir um hálftíma, 40 mínútur stoppar Carak við veitingastað-mynjagripa búð og augljóslega túristagildra. Á bílaplaninu er fimmtugur feitur indverji með apa í bandi og vill fá að taka mynd af mér leika við apann.Vorkenni apanum og læt mig hafa það að móðga karllinn og sný mér að tveim 12 ára drengjum sem spila á snáka flautur, bólngar upp í annan endann, fyrir tvær gular kóbraslöngur og tek mynd. Strákarnir bjóða mér að klappa á slöngunum sem ég fellst á og Carak segir mér vera varkár.

Annar drengurinn tekur mynd og rukkar mig að sjálfsögðu um 500 rúpíur en þeir eru hressir og gaf ég þeim 100 rupiur og andlitin þeirra skinu eins og tunglin þjú í drauminum, nóttina áður.

Klára sígarettuna og fer inn í morgunmat, sem reynist vera fok dýr á indv. mælikvarða. Þjónninn spyr mig hvað mér lítist á og segi ég hug minn og geng út frá vonsviknu andliti. Lít á dótið í búiðinni og sölumennirnir sýna mér styttu af manni negglandi konu í gegn með röðlinum á sér og segja svo að tippi á Hindi sé "lola" og "lundha". Nota klóstið og fer út án þess að kaupa neitt.

Skoða garðinn, tek nokkrar myndir, teygi úr mér og geri armbeygjur fyrir framan maurabú. Ætla aftur af stað en Carak ekki sýnilegur, örugglega að éta staffamat inni hugsa ég. Fer að bílnum og hvíli mig á veggnum umhverfis bílastæðið og horfi yfir endalausa repjuakrana.

Annar snáka drengjanna bíður mér gegnum táknmál gras og þykist ég ekki skilja hann með því að benda á sígarettuna sem ég var að reykja og hrista hausinn. Sé svo eftir því en nenni ekki að fara að prútta við þá og fúli apa maðurinn líka ekki langt frá. Carak kemur loks og spyr hvernig maturinn hafi verið. Horfi á hann vonsvikinn og segi "expensive tourist trapp" og áfram heldur ferðin.

Gat ekki beðið eftir að sjá Taj Mahal sem byggð var af mógúlnum Shah Jehan fyrir konu sína Arjumand Bano Begum sem var fræg undir nafninu Mumtaz Mahal (Hallardjásnið). Risastór minnisvarði um ódauðlega ást.

Og ánægður með að hafa loks tekist að hlakka til og vera spenntur en heyrði utan af mér fyrir löngu að Taj M. væri ofmetin. Þær grunsemdir hurfu svo með nokkrum góðum lýsingu bæði af ferðamönnum og innfæddum í Dehli sem og í ferðasögu Sigurðar A. Magnússonar, Við elda indlands.

"Sé mikil list í því fólgin að skapa fullkomna blekkingu, þá er Taj Mahal óviðjafnanlegt listaverk, því maður trúir tæplega að byggingin sé jarðbundin - hún flýtur í loftinu einsog hallirnar sem við sáum fyrir okkur í bernsku undir lestri töfrandi ævintýra. Ljósmyndir geta ekki gefið rétta hugmynd um þetta furðuverk, því það er í lífrænum tengslum við umhverfið, blómríka garðana umlukta múrum, fljótið helga, hlið glæsilega hlið andspænis byggingunni......Taj Mahal er í rauninni minnisvarði gullaldar mógulskeiðsins, hinzta tilraun hinnar miklu ættar til að gera nafn sitt eilíft á jörðinni - tilraun sem heppnaðist."

Sherpinn hressi fékk mig svo til að framlengja ferðina úr tveimur dögum í þrjá, gegn 36 evru þóknun með gistingu í Agra.

Þar vísaði bílstjórinn mér til enn einnar túristaræningja búllurnar, var kurteis, settist niður og leit á matseðilinn. Allt, allt of dýrt og aðeins eitt borð í gangi. Sem þýðir bara eitt, dýr matareitrun.Fór á stúfana eftir góðum mat, bílstjórinn elti mig með sektarmálað andlitið og spurði hvort mér hefði ekki litist á matinn. Sagði nei.Hann spurði hvað ég æti og ég svaraði að bragði "I can eat every thing".

Sagðist hitta á hann eftir hálf tíma á sama stað og gekk burt.

18151_1221760225852_1284356370_30557282_6338886_n

 Nú sit ég á littlum stað gerðan úr leirveggjum og bárujárni, með 4 borð og hefur ekki undan við að elda ofaní heimamenn er þetta er skrifað. Ég bíð eftir borði eða stól. 12 ára drengur sem vinnur á staðnum stendur og starir á mig, ég sé hann með gagnauganu. Leyfi honum að stara nægju sína og rek svo augun á hann, við horfumst í augu, svona 10-15 sek, hann fer.

Skrítið hvað hann horfði lengi og augun lýstu forvitni, öfund og sorg.Staðurinn heitir Phrary Mundi. Fæ dahl og capati, hef ekki undan að hafna ábót og enda svo á að þiggja bolla af chai. Strákurinn starandi kom aftur að mér með útrétta hönd og vertinn skammaðist og ýtti drengnum aftur að verki.

Skrifaði nafn mitt á miða og rétti stráknum, stundu seinna kom hann aftur og lét tætlurnar af miðanum rigna niður við fætur mínar. Þegar kom að því að borga kom í ljós að öll herlegheitin sem gerðu næstum út af við mig kostuðu 85 rúpíur * 2,78 = ca 250 kall. Tippsaði 15 rúpíum, tók í hendina á vertinum og skildi í gleði en þó með augun og miðan í hausnum.

Gekk til Caraks og skildi töskuna eftir í bílnum og fór í röðina að Taj Mahal. Fyrst fer ég í ranga röð,mun lengri en hina, er svo bent á að hún sé aðeins fyrir Indv. og er vísað í túrista röðina 30 sinnum dýrari og styttri, fæ miða á 500 rupíur.

18151_1221760545860_1284356370_30557289_1245476_n

Bíð svo í langri röð að leitar hliðinu í sól og 40 stiga hita.

Ungur olíugreiddur Indv. í merkjavöru frá toppi til táar og D&G gleraugu stendur fyrir aftan mig með vini sínum. Smjattar viðbjóðslega hátt rétt við eyrað á mér og fór í taugarnar á mér. Þegar við komum að leitarhliðinu, tvískiptu með dúk fyrir hvort kynið, tekur hann upp á því að nudda sér upp við mig í tilraun til að komast fram fyrir. Ég leyfi honum að snigglast utan við mig í þrengslunum og tekur hann þá ekki upp á því að klifra upp á grindverkið með dúknum til að sjá verðina leita á konunum. Þetta er algerlega hömlulaust og ég fæ enn meiri viðbjóð á manninum.

Fór í gegnum leit, náði að smygla einni sígarettu,kveikjara og vatnsflösku í littla bakpokanum, þó svo að hann hefði verið opnaður og skoðaður. Vildi eiga sígarettu til að reykja á bakaleiðinni og vatn er nauðsin.

Ég stoppaði og virti fyrir mér hliðið í hálftíma áður en ég fór í garðinn, tíglamynstrin og davíðstjörnunar í rauðum sandsteininum. Stórt og þungt, líklega stærsta kirkjugarðshlið veraldar.

Mér liggur ekkert á og bíð eftir kvöldsólinni. Geng inn garðinn og stend þar sem Óli og Dorrit mynduðu sig. Horfi yfir langan garð með gosbunnunum og skýjahöllina sem ég hafði ímyndað mér í 1001 nótt í bakgrunni.

Sest niður og stari á turnana fjóra umhverfis Tötsju og ímynda mér kyndilhúsin fjögur full af eldi og glæstri tíð, lýsandi upp höllina með leikandi logum sem hún væri fljótandi. Hugsa til ástinnar og óska mig hennar ef hún bara vildi. Ástin er ekki sjálfsögð og þakka fyrir að hafa ekki viljað fara hingað með Lundon og er nú einn með mínum þönkum.

Rifja upp okkar síðustu stund fyrir utan bakaríið á kaldri janúar nóttu, lítill koss og svo margt ósagt. Af hverju gengur þetta svona illa? Skortur á trausti, ég verð að læra að treysta henni fyrir hjarta mínu sama hvað ég er hræddur. Óttast að tapa henni ef við eyðum fjarlægðinni en veit að ég mun missa hana með þessu áframhaldi ef hún er ekki horfin nú þegar. Ætla ekki að vera hræddur þegar ég kem heim.

Friðarstundin er svo eyðilögð af litlum manni nepölskum útlits sem sest og byrjar að tala við mig á enn minni ensku, hjala vinsamlega við hann í nokkrar mínútur og geri mig tilbúinn að fara af til Tötsju.

Eltir hann mig og vill vera leiðsögumaður, ég þvertek fyrir, vill þá fá að halda á vatnsflöku minni en leyfi ekki. Fæ alveg nóg og finn til blygðunar þegar hann stuggar fólki til hliðar sem kemur á móti mér og endurtek skýrt fyrir honum "go away" sem hrekkur bara af honum eins og vatn af gæs. Ég sem var búinn að hlakka svo til þessara stundar, klikkast og gríp um öxlina á manninum og öskra "drullaðu þér í burtu", hann fer um leið sem og allt fólkið í kring. Stóð ekki á sama þegar ég sá fólkið og börnin forðast mig eins og síldartorfa.

Róaðist svo niður við að taka myndir af hegra við bakka hjá gosbrunninum.

18151_1221759945845_1284356370_30557275_1116182_n

Skildi skóna eftir hjá gömlum manni við sökkulinn á Tötju og fór uppí höllina svífandi. Gekk hringinn í kring og tók myndir af gríðarstórum vitunum í kringum höllina og Jamuna ánna. Fór svo í röð við innganginn sem var svolítið löng og fyrir aftan mig voru miðaldra bretar að fá útrás fyrir eigin stéttarvitund og indverskur leiðsögumaður þeirra í þunnri vaff máls peysu og skirtu undir, enn verri.

Algert pakk hugsaði ég og hélt uppi lámarks samræðum, en hleraði þó það sem leiðsögumaðurinn hafði að segja um grafhýsið. Tatsja er fallegri að utan en innan, þó er alger nauðsin að líta inn á hjónin og litríkan blómaskurðin í marmarannum.

Fór út og tók annan hring, því sólin var búin að lækka sig og í hvelfingar bogunum mynduðust skuggar sem minntu á tvö mannsandlit.Hugsaði með mér að að skugginn væri prófíll andlits Mumtaz Mahal og manns hennar Shah Jehan sem kyssast inn í nýjar aldir.

Gekk rólega inn í Agra og hitti Carak. Bókaði mig inn á hótelið. Hola með stórum gömlum hengilás fyrir hurðinni sem vísaði út á aðalgötuna. Þar var þó sjónvarp (43 stöðvar) og Carak gaf mér gras til að lífga uppá vistana. Gerði það littla í jóga sem ég kunni í næstum 2 tíma.

Fór svo út í sjoppu og keypti kók og snakk, kósí kvöld fullt af indverskri menningu + stríð við moskito her. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mögnuð lesning.

Þetta er það langt að í fyrstu bjóst ég við að nenna ekki að lesa þetta en þú hefur einstaka frásagnargáfu sem dregur mann inn.

Hlakka til næsta kafla.

Helgi Þór Helgason (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Birgir Þór Júlíusson

Helgi,

þú er snillingur eins og ég hef alltaf vitað,

þakka þér kærlega fyrir að hafa veitt fyrsta dóminn á mínu fyrsta bloggi.

Þú þarft ekki að bíða lengi eftir nærsta kafla....

Birgir Þór Júlíusson, 25.2.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birgir Þór Júlíusson

Höfundur

Birgir Þór Júlíusson
Birgir Þór Júlíusson
Þrítugt barn sem skilur ekki upp né niður í lífinu og deilir reynslu sinni með ykkur á þessu bloggi.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 246
  • 181
  • 18151 1221760225852 1284356370 30557282 6338886 n
  • 18151 1221759945845 1284356370 30557275 1116182 n
  • 18151 1221760545860 1284356370 30557289 1245476 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband